Tilgangur Landnýtingar ehf. er að nýta og skipuleggja landeignir til aukinnar og hagkvæmari matvælaframleiðslu til útflutnings, einkum ylræktunar á grænmeti í stórum gróðurhúsum.
Landnýting
Landnýting ehf. var formlega stofnað af þeim Halldóri Pálssyni og Þorkeli Sigurlaugssyni. Landnýting leggur áherslu á arðsama fjárfestingu og rekstur á landeignum á Íslandi þar sem auka má framleiðslu á matvælum og öðrum afurðum og þjónustu,- allt til að auka útflutningstekjur þjóðarinnar með sjálfbærni, lágmarks kolefnisspor og bætta nýtingu auðlinda landsins að leiðarljósi.
Stefnt er að því að eignarhald verði að meirihluta íslenskt.
Lögð verður áherslu á viðskiptaþróun, samstarf ólíkrar atvinnustarfsemi, nýta nútíma þekkingu, sjálfvirkni og iðnaðarferla til að fá sem mest út úr auðlindumlandsins og styrkja þar með samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Meðal samstarfsaðila eru:
Stefnumál
- Stefna að betri nýtingu landeigna.
- Auka nýtingu og arðsemi þeirra með virkri viðskiptaþróun og jákvæðri þróun í rekstri.
- Auka samlegðaráhrif ólíkra greina eins og landeldis og ylræktar, þar sem tækifæri felast í samnýtingu auðlinda eða aukaafurða til hagsbóta fyrir báða aðila.
- Ávallt verði horft til umhverfissjónarmiða, sjálfbærni, kolefnisjöfnunar og styrkleika Íslands þar sem endurnýjanlegar auðlindir, náttúra og þekking skapa einstök verðmæti til útflutnings á matvælum og öðrum afurðum svo og ferðaþjónustu.
Teymið
Gísli H Halldórsson
Stjórnarformaður
Gísli er viðskiptafræðingur frá HÍ með meistaragráða í auðlindastjórnun frá HA. Hann hefur mikla stjórnunarreynslu sem fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Svf. Árborgar en starfar nú sem fjármálastjóri hjá Vatnajökulsþjóðgarði.
Óttarr Makuch
Framkvæmdastjóri
Óttarr er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr viðskiptum og stjórnmálum.
Halldór Pálsson
Stofnandi og stjórnarmaður
Halldór er reyndur frumkvöðull og hefur staðið að fyrirtækjum á Íslandi og fleiri löndum í Evrópu.
Þorkell Sigurlaugsson
Stjórnarmaður
Þorkell er viðskiptafræðingur með mikla reynslu af atvinnurekstri og sem stjórnarmaður í smáum sem stórum fyrirtækjum.
Hrafnhildur (Krumma) Jónsdóttir
Stjórnarmaður
Víðtæka menntun og reynslu sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og ráðgjafi fyrir stór og smá fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi. Er búsett bæði í Frakklandi og á Íslandi.
Jón S. Magnússon
Verkefnastjóri og stjórnarmaður
Jón er reyndur stjórnandi í verslunar og iðnfyrirtækjum.
Esteban Baeza Romero
Ráðgjafi
Yfirumsjón með framleiðslu og markaðsstjórn PhD í Agronomic Engineering, áður í Wageningen háskólanum með áherslu á gróðurhús og Physiology and Protected Crop Technology at IFAPA. 10 ára, rannsókn í: Greenhouse Technology Department of the Experimental Station Las Palmerillas.
Nína Halldórsdóttir
Sérfræðingur og ráðgjafi
Nína er menntaður sáttamiðlari, einstaklings- og teymisþjálfi með B.A. í sálfræði og diplóma gráðu í jákvæðri sálfræði.
Sergio Moreno
Gæðastjóri
Agricultural Engineer PhD in Biotechnology and Industrial Bioprocesses.
Nokkrir ráðgjafar
Dr. Ragnheiður Inga Þórisdóttir
Rektor LBHÍ
Áshildur Bragadóttir
Þróunarstjóri LBHÍ
Jens Þórðarson
Framkvæmdastjóri Geo Salmo landeldi
Sigurður Markússon
Framkvæmdastjóri þróunar hjá Sæbýli hf.
Árni Bragason
Forstjóri Landgræðslu ríkisins
Jón Hjaltalín Magnússon
Frumkvöðull
Merki
Þrír hringir í merki félagsins endurspegla mikilvægi gróðurmoldar, grænnar ræktunar og vatns sem uppsprettu alls lífs og hringirnir það hringrásarhagkerfi sem félagið vill leitast við að byggja sína starfsemi á.
Verkefni
Framtíðarsýn stofnenda var sú að gera mætti átak í bættri nýtingu auðlinda þess mikla landrýmis sem þjóðin býr yfir. Loftslagsbreytingar, fjölgun mannkyns, aukin matvælaþörf og fjölgun ferðamanna kallar bæði á ógnanir og ekki síður tækifæri fyrir Íslendinga til að auka útflutningstekjur.
Markmiðið er að fá til liðs við félagið sterka hluthafa til að skapa aflmikið félag til að takast á við fjölbreytilega verkefni á þessu sviði.
Landnýting mun taka stórt skref til að nýta möguleika sem íslenskur landbúnaður hefur til framleiðslu á hágæða matvælum til útflutnings.
- Í fyrsta skrefi einbeitum við okkur að ylrækt til ræktunar á tómötum eða t.d. agúrkum, og öðrum afurðum og nýtum, reynslu og nýjustu tækni og aðferðir:
- Nútíma – VENLO – hátækni gróðurhús og nútíma AI –Tölvustýrð ræktun
- Sjálfvirkni við plöntun og uppskeru
- Náttúruleg frjóvgun
- Engin skordýra eða sjúkdóma eitur
- Vökvun með hreinu (drykkjar) vatni
- Umhverfisvæn orka
Hafa samband
Landnýting ehf.
Gróska
Bjargargata 1
102 Reykjavík
landnyting@landnyting.is
+(354) 790 9000
kt. 680622-1240